Hljóðupptaka frá borgarafundi um HSS
Um 400 manns mættu á borgarafund um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem haldinn var á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja síðdegis. Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum. Áður en kom til fyrirspurna höfðu þær Sólveig Þórðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir og Álfheiður Ingadóttir verið með framsögu. Víkurfréttir hlóðrituðu framsöguna og má spila hana með því að smella á tengil neðan við þessa frétt. Fundarstjórn var í höndum Ellerts Eiríkssonar.
Borgarafundur um HSS - hlusta á framsögur hér.