Hljóðmön á Njarðarbraut
Verið er að vinna við uppsetningu á svokallaðri hljóðmön við Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Ákveðið var að setja upp hljóðmönina til að skýla íbúum við hljóðmengun sem berst frá umferðinni á Njarðarbraut en hún var langt yfir settum mörkum heilbrigðiseftirlitsins. Hljóðmönin eða hljóðveggurinn á að draga úr hávaða í þeim íbúðum sem snúa að Njarðarbraut.
„Hljóðmönin verður ekki há en þetta er partur af framkvæmdunum sem hafist var á í fyrra við Njarðarbrautina,“ sagði Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir.
Um þessar mundir er verið að koma kjarna úr Helguvík fyrir á hljóðmöninni en hún verður hlaðin holtagrjóti og gróðursett á henni. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við Njarðarbrautina ljúki fyrir 17. júní.
Myndir/ JBÓ, [email protected]