Hliðarloftpúðar sprungu út í bíl á 191 km. hraða á flótta undan lögreglu
Skömmu fyrir kl. 03 í nótt mældu lögreglumenn hraða bifreiðar sem ekið var vestur Reykjanesbraut 191 km. hraða. Ökumðaur sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan. Slökkti hann öll ljós og ók áfram á miklum hraða.
Eftir nokkra eftirför stöðvaði ökumaður bifreiðina á Fitjabraut þar sem hann hljóp úr henni ásamt þremur farþegum. Var ökumaður handtekinn og færður á lögreglustöð ásamt farþegunum. Var ökumðaur sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Á flóttanum ók hann utan í kantstein og sprungu allir hliðarloftpúðar þá út.





