Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hleypur 10 kílómetra þrátt fyrir að vera með óstarfhæf nýru
Þriðjudagur 16. ágúst 2011 kl. 15:32

Hleypur 10 kílómetra þrátt fyrir að vera með óstarfhæf nýru

Hulda Blöndal hefur verið nýrnaveik í 16 ár og fyrir rúmu ári síðan var nokkuð ljóst að nýrun voru hætt að starfa og Hulda varð að fara í blóðskilunarvél. Framkvæma þurfti sérstaka aðgerð þar sem búin er til sérstök æð sem hægt er að stinga í. Þá eru tengdar saman bláæð og slagæð, þá verður flæðið á blóðinu gott og æðin stækkar, þetta kallast fistill.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls þurfti Hulda að gangast undir átta slíkar aðgerðir frá október til janúar þar sem illa gekk og blóðtappi myndaðist í hönd hennar. „Svo fór þetta að ganga vel og núna mætir maður þrisvar í viku í blóðskilun og það er ekki til neitt sem kallast frí í þeim efnum, maður verður bara að mæta því vélin heldur í raun lífi í manni,“ segir Hulda og því ljóst að ekki er hægt að gera mikið af því að fara í lengri ferðalög og annað slíkt.

Hulda er á lista í Svíþjóð og bíður eftir nýju nýra og vonar að kallið komi sem fyrst. „Maður hélt að röðin kæmi einfaldlega að manni en þannig virkar þetta ekki. Það þarf að finnast gjafi sem hentar þér að öllu leiti.“

Byrjaði að hlaupa í júní og stefnir á 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu

„Ég þurfti svo að fara að ná af mér aukakílóunum fyrir nýrnaaðgerð og ég var að synda fyrir en það gekk ekki neitt. Mig langaði alltaf til þess að skokka þar sem ég sat við eldhúsgluggann heima og sá allar flottu skvísurnar skokka framhjá og mig dreymdi um að geta þetta. Læknirinn gaf mér leyfi til að byrja og ráðlagði mér að byrja varlega. Ég hringdi því í Magneu Ósk hjá Hlaupatúttunum og byrjaði að hlaupa með þeim núna 12. júní á þessu ári og maður rétt komst úr sporunum á þeim tíma. Marmiðið var upphaflega aða komast 3 kílómetra en svo tókst mér það fljótlega og þá ákvað ég að kýla á það að fara 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi, jafnvel þótt ég þurfi að skríða í mark. Ég hlakka svo til að það eru eins og það séu að koma jólin hjá mér og það verður mikill sigur að komast í mark.

Hulda ætlar að haupa fyrir félag nýrnasjúkra og safna áheitum fyrir þeirra hönd en leggja má málefninu lið með því að smella hér.

Myndir: Að ofan er Hulda í garðinum heima hjá sér í dag en á neðri myndinni má sjá hana fyrir tæpu ári síðan í blóðskilun áður en kílóin fóru að renna af henni.