Hlekktist á eftir lendingu
Flugvél Icelandair frá Berlín hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 15:34. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Hjólabúnaður hægra megin virðist hafa gefið sig og liggur þotan á hreyfli undir hægri væng.
Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð á Keflavíkurflugvelli. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa, segir í tilkynningu frá Icelandair.
Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
Mynd frá farþega um borð í vélinni. Útsýni yfir væng og mótor.
Vélin liggur á mótornum.