Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlekkjuð við vinnuvélar í Helguvík
Mánudagur 24. ágúst 2009 kl. 09:11

Hlekkjuð við vinnuvélar í Helguvík


Sex manna hópur undir merkjum Saving Iceland hefur hlekkjað sig við vinnutæki á álverslóðinni í Helguvík. Samkvæmt upplýsingum VF munu mótmælendurnir  hafa hlekkað sig saman með hendurnar innan í stálhólkum þannig að erfitt getur reynst að losa fólkið. Lögregla er á staðnum og hefur svæðinu verið lokað.
Sex mótmælendur eru inni á svæðinu en fjögur úr hópnum, sem hér má sjá á mynd, bíða fyrir utan girðingu Þeim tókst ekki að hlekkja sig föst og var vísað út af svæðinu.


VFmynd/elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024