Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlaut veglegan bílprófsstyrk frá Kaupþingi
Fimmtudagur 8. febrúar 2007 kl. 00:22

Hlaut veglegan bílprófsstyrk frá Kaupþingi

Ásmundur Þór Kristmundsson nemi í FS var heppinn á dögunum en hann hlaut 50.000,- bílprófstyrk frá Kaupþingi. Hann var að vonum ánægður og sagði að styrkurinn kæmi sér afar vel en hélt í fyrstu að einhver  væri að gera at í sér. 
Kaupþing veitir 60 heppnum unglingum 50 þúsund króna bílprófstyrki á hverju ári og er dregið ársfjórðungslega úr umsóknum. Umsóknareyðublöð liggja frammi í útibúum og á heimasíðu bankans www.kaupthing.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024