Hlaut skurð í andliti eftir árás í Grindavík
Skömmu eftir miðnætti í nótt var lögregla kölluð að íbúðarhúsnæði í Grindavík vegna líkamsárásarmáls. Tveir, rúmlega tvítugir karlmenn, höfðu lent í útistöðum sem varð til þess að annar þeirra lamdi hinn í andlitið. Þolandinn var fluttur á Heilbrigðsstofunun Suðurnesja í Reykjanesbæ þar sem gert var að sárum hans. Hann hafði hlotið skurð á höfði. Rætt var við árásarmanninn vegna málsins.