Hlaut skurð á enni
Í hádeginu sl. þriðjudag var tilkynnt um gest í Bláa lóninu sem hafði fallið og fengið höfuðhögg. Lögregla fór á vettvang ásamt sjúkrabifreið frá Grindavík. Þarna hafði þýsk kona á miðjum aldri dottið og skollið með ennið á handriði.Hún fékk nokkuð stóran skurð og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.