Hlaut sex mánaða dóm fyrir líkamsárás
Maður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hrottalega líkamsárás á annan mann á skemmtistað í Reykjanesbæ í febrúar. Helmingur dómsins er skilorðsbundinn.
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, en sakborningur sló annan mann í höfuð með glerglasi með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut alvarlega áverka í andlit. Eitt skurðsár sem var djúpt aftan- og neðantil við hökuna hægra megin og um 1 cm framanvert frá hálsslagæð. Auk þess fékk hann mörg minni sár.
Fram kemur í dómnum, að sakborningurinn sagðist strax hafa iðrast gjörða sinna og hefði hann leitað sér aðstoðar til þess að vinna úr þessu, m. a. rætt við prest. Sagðist hann strax hafa talið sér rétt og skylt að greiða þeim sem hann sló bætur og það hefði hann þegar gert með 480.000 krónum.
Í niðurstöðum dómsins segir að ákærði hafði ekkert tilefni haft til árásarinnar. Árásin var einkar hrottafengin og réð tilviljun ein að hún olli ekki alvarlegra líkamstjóni en raun bar vitni.
Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Í ljósi þess hversu stórhættuleg árás ákærða var skortir skilyrði til að skilorðsbinda megi alla refsingu ákærða. Á hinn bóginn þykir, í ljósi sakarferils ákærða, iðrunar hans, skýlausrar og undanbragðalausrar játningar og eindregins vilja hans til að bæta tjón árásarþola, sem ákærði hefur þegar gert, rétt að skilorðsbinda þrjá mánuði af tildæmdri refsingu ákærða eins og nánar greinir í dómsorði.
Auk þess var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað,þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Finnbogi Hólmsteinn Alexandersson héraðsdómari kvað dóm þennan upp.
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, en sakborningur sló annan mann í höfuð með glerglasi með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut alvarlega áverka í andlit. Eitt skurðsár sem var djúpt aftan- og neðantil við hökuna hægra megin og um 1 cm framanvert frá hálsslagæð. Auk þess fékk hann mörg minni sár.
Fram kemur í dómnum, að sakborningurinn sagðist strax hafa iðrast gjörða sinna og hefði hann leitað sér aðstoðar til þess að vinna úr þessu, m. a. rætt við prest. Sagðist hann strax hafa talið sér rétt og skylt að greiða þeim sem hann sló bætur og það hefði hann þegar gert með 480.000 krónum.
Í niðurstöðum dómsins segir að ákærði hafði ekkert tilefni haft til árásarinnar. Árásin var einkar hrottafengin og réð tilviljun ein að hún olli ekki alvarlegra líkamstjóni en raun bar vitni.
Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin fangelsi í 6 mánuði. Í ljósi þess hversu stórhættuleg árás ákærða var skortir skilyrði til að skilorðsbinda megi alla refsingu ákærða. Á hinn bóginn þykir, í ljósi sakarferils ákærða, iðrunar hans, skýlausrar og undanbragðalausrar játningar og eindregins vilja hans til að bæta tjón árásarþola, sem ákærði hefur þegar gert, rétt að skilorðsbinda þrjá mánuði af tildæmdri refsingu ákærða eins og nánar greinir í dómsorði.
Auk þess var ákærði dæmdur til að greiða allan sakarkostnað,þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns.
Finnbogi Hólmsteinn Alexandersson héraðsdómari kvað dóm þennan upp.