Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlaut mikið raflost og bruna í slysi við spennistöð
Föstudagur 12. september 2008 kl. 19:47

Hlaut mikið raflost og bruna í slysi við spennistöð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Ung stúlka hlaut mikið raflost og bruna m.a. í andliti eftir að hafa stungið málmstöng inn um loftræstingu á spennistöð við Heiðarholt í Keflavík  nú síðdegis. Stúlkan var flutt á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum hjá viðgerðarmönnum á vettvangi var 400 volta spenna á kerfinu sem stöngin fór í.




Nokkur börn munu hafa verið að leik við spennistöðina og stúlkan stungið málmstönginni inn um loftræstirist á hlið spennistöðvarinnar. Þar fyrir innan er rafkerfi með 400 volta spennu og sló rafmagni út í tveimur hverfum. Mikil sprenging varð þegar málmhlutnum var stungið inn um risina og eins og sjá má á myndum af vettvangi er hluturinn mikið brunninn. Stúlkan hlaut einnig brunasár og var flutt með forgangi á Landsspítala í Reykjavík þar sem hún er nú í meðferð við brunasárum.




Inni í spennistöðinni hafa líka orðið miklar eldglæringar þegar skammhlaup varð í raforkukerfinu. Viðgerðarmenn frá Hitaveitu Suðurnesja hf. voru þegar kallaðir til og unnu þeir að því að koma rafmagni aftur á hverfin nú undir kvöld.




Nánari fréttir af slysinu er ekki að hafa að svo stöddu.  Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins nú undir kvöld.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson