Miðvikudagur 29. júní 2005 kl. 21:21
Hlaut höfuðáverka eftir fall í nýbyggingu
Tilkynnt var um vinnuslys við nýbyggingu í Innri-Njarðvík til lögreglunnar í Keflavík í dag. Þarna hafði maður fallið fram fyrir sig og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að meiðslum hans. Maðurinn hafði hlotið minniháttar höfðuáverka.