Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlaut heiðursnafnbót og þriggja milljón dollara styrk
Miðvikudagur 4. maí 2016 kl. 09:31

Hlaut heiðursnafnbót og þriggja milljón dollara styrk

Keflvíkingurinn Júlíus Friðriksson heldur áfram að gera það gott

Keflvíkingurinn Dr. Júlíus Friðriksson hlaut á dögunum heiðursnafnbót frá Suður Karolína háskólanum. Nafnbótin fylgir þriggja miljón dollara styrk frá Suður Karólínu fylki og hyggst Júlíus nota vextina af þeirri upphæð í rannsóknirnar sínar. Nafbótin er tilkomin vegna samvinnu stæðstu háskólanna í Suður Karólínu og svo frá fylkinu sjálfu.

Þetta prógram var sett á laggirnar til að laða að nýja vísindamenn till Suður Karólínu og svo til að bæta hag þeirra sem voru nú þegar orðnir prórfessorar við skólann og þóttu skara fram úr. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Júlíus hefur árum saman stundað rannsóknir á heilanum en hann var nýlega í viðtali við Víkurfréttir sem lesa má hér.