Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlaut aðalvinninginn í Jólalukkunni
Miðvikudagur 13. desember 2006 kl. 09:24

Hlaut aðalvinninginn í Jólalukkunni

Lukkan, þ.e. jólalukka Víkurfrétta lék heldur betur við hana Guðríði Waage nú í vikunni þegar hún brá sér í Kaskó og fékk þar Jólalukkumiða. Þegar hún hafði skafið af miðanum trúði hún vart eigin augum því á honum var vinningur upp á hvorki meira né minna en 42 tommu hágæða plasmatæki frá Ormsson í Reykjanesbæ, sem var aðalvinningur Jólalukku Víkurfrétta að þessu sinni. Verðmæti tækisins er um 300 þúsund krónur.

„Ég var ekki alveg að fatta þetta í fyrstu og fannst þetta hálf skrýtið. Ég fékk miðann í Kaskó þegar ég verslaði þar um helgina með barnabarninu mínu. Það er því óhætt að segja að það hafi verið lukkutröllið mitt,” sagði Guðríður í samtali við VF.
Guðríður segist ekkert ætla að fá sjónvarpsdellu þó henni hafi áskotnast svona magnað plasmatæki. Hún eigi gott sjónvarpstæki fyrir en það muni fara upp í sumarbústað.
„Það vill svo skemmtilega til að öll heimilstækin á mínu heimili eru einmitt frá Ormsson, við höfum alltaf verslað þar og höfum góða reynslu af því,“ sagði Guðríður.


Guðríður Waage tekur formlega við plasmatækinu frá Páli Fanndal, verslunarstjóra Ormsson í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024