Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hlaupið í rigningu
Laugardagur 24. maí 2003 kl. 12:26

Hlaupið í rigningu

Ræst var í hinu árlega Bláa Lóns hlaupi klukkan 10 í morgun. Þátttakendur gátu valið milli þess að hlaupa 6 eða 12 km, en einnig var boðið upp á 3,5 km. skemmtiskokk. Þetta er í annað sinn sem Bláa Lóns hlaupið fer fram en hlaupið, sem er samvinnuverkefni Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar, mun einnig leysa af hólmi hið árlega víðavangshlaup Grindavíkurbæjar. Á Suðurnesjum hefur verið rigningarúði síðan í morgun og án efa hefur hlaupurunum þótt það ágætt.

VF-ljósmynd: Jóhannes Kr. Kristjánsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024