Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hlánar í dag, en frystir aftur á morgun
Þriðjudagur 30. október 2007 kl. 09:01

Hlánar í dag, en frystir aftur á morgun

Faxaflói
Gengur í austan 13-18 m/s með snjókomu eða slyddu, en síðar rigningu. Snýst í suðvestan 15-20 með skúrum í kvöld og síðar éljum. Norðvestan 10-15 og léttir til á morgun og lægir síðdegis. Hægt hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn, en frystir aftur á morgun.
Spá gerð: 30.10.2007 06:52. Gildir til: 31.10.2007 18:00.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vaxandi austan átt, 13-20 m/s og slydda eða rigning sunnan- og vestanlands síðdegis, en hægari og þurrt að mestu norðaustantil fram á kvöld. Hlýnandi veður.

Á föstudag:
Snýst í stífa norðan átt með éljagangi fyrir norðan, en fer að létta til sunnanlands síðdegis. Heldur kólnandi veður.

Á laugardag:
Vaxandi sunnan átt með rigningu um landið vestanvert, en mun hægari vindur og bjart austanlands. Hiti um frostmark.

Á sunnudag:
Lítur út fyrir suðlæga átt, með vætu og heldur hlýnandi veðri.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt, él og kólnar.
Spá gerð: 30.10.2007 08:38. Gildir til: 06.11.2007 12:00.

 

Af www.vedur.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024