Hlaðmenn grunaðir um aðild að hasssmygli
				
				Tveir hlaðmenn á Keflavíkurflugvelli, starfsmenn dótturfyrirtækis Flugleiða, eru meðal þeirra sem eru grunaðir um aðild að smygli á fimm kílóum af hassi til landsins í janúar sl.Grunur leikur á að þeim hafi verið ætlað að fjarlægja hassið úr farangri áður en hann var settur á færiband í komusal flugstöðvarinnar. Þeir hafi síðan ætlað að koma hassinu út af flugvallarsvæðinu, væntanlega með því að fara með það um starfsmannainngang og þannig komast hjá tolleftirliti.    Öll fréttin á mbl.is
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				