Brons
Brons

Fréttir

Hjúkrunarþjónusta verði áfram rekin í Garði
Mánudagur 15. júlí 2013 kl. 15:34

Hjúkrunarþjónusta verði áfram rekin í Garði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ítrekar þá afstöðu sveitarfélagsins að samhliða tilkomu og rekstri 60 rúma hjúkrunarþjónustu að Nesvöllum í Reykjanesbæ verði hjúkrunarþjónusta fyrir aldraða áfram rekin á Garðvangi.

Vísað er til fyrri samþykkta bæjarráðs og bæjarstjórnar um málið í fundargerð bæjarráðs frá 12. júlí sl. en þar var tekin fyrir fundargerð Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum frá 4. júlí sl.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Bæjarráð leggur mikla áherslu á að starfsemi Garðvangs verði haldið áfram og leggur til að ráðist verði í löngu nauðsynlegt viðhald og endurbætur eins og áður hefur komið fram.