Hjúkrunarheimili sem sérhannað er til að veita sjúkum öldruðum sem besta þjónustu
Neðangreint bókuðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar um hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ á bæjarstjórnarfundi sem var að ljúka:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fagna því að ríkisstjórnin hefur veitt velferðarráðherra og fjármálaráðherra heimild til að ganga til samninga við Reykjanesbæ um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis á Nesvöllum.
Við fögnum því sérstaklega að nú er horfið aftur til upprunalegrar stefnu í uppbyggingu hjúkrunarheimilis og frá þeirri hugmynd að breyta þegar byggðu húsnæði í hjúkrunarheimili. Nú mun í fyrsta sinn rísa frá grunni í Reykjanesbæ hjúkrunarheimili sem sérhannað er til að veita sjúkum öldruðum sem besta þjónustu.
Mikilvægt er að hraða verkinu eins og mögulegt er svo hægt verði að bæta úr brýnni þörf sem fyrst og leita þarf allra leiða til þess að tryggja að verkið verði unnið af sem mestu leyti af heimamönnum.
Friðjón Einarsson
Guðný Kristjánsdóttir
Eysteinn Eyjólfsson