Hjúkrunarfræðingar funda
Á fjórða hundrað hjúkrunarfræðingar, víða um land, funduðu í síðustu viku með formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og verkefnastjóra kjara- og réttindamála. Fundarefnið var kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins og boðað yfirvinnubann.
Ef samningar nást ekki fyrir fimmtudaginn n.k. hefst yfirvinnubann. Yfirvinnubannið tekur til 2.068 hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um land allt.
Á Suðurnesjum mun yfirvinnubannið helst bitna á hand- og lyflæknisdeild HSS, heimahjúkrun HSS og Víðihlíð í Grindavík.