Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hjördís er á uppleið eftir kulnun í starfi
Þriðjudagur 5. febrúar 2019 kl. 17:20

Hjördís er á uppleið eftir kulnun í starfi

„Þegar ný bæjarstjórn tekur við þá hrynur baklandið mitt. Árni bæjarstjóri fer og stuðningur við störf mín hvarf á svipstundu. Niðurskurður var á öllum sviðum. Félagsþjónustan, eins og aðrar stofnanir, varð fyrir barðinu á niðurskurði. Þetta var mjög erfitt tímabil hjá öllum starfsmönnum bæjarins. Lögð var áhersla á að halda skjólstæðingum frá og mér fannst komin krafa um að setja upp gaddavírsgirðingu á milli okkar og skjólstæðinga okkar. Í stað þess að þjóna fólki eins og áður urðum við að halda fólki frá. Mér finnst þetta einkenna opinberar stofnanir í dag, viðhorfið er að stoppa þetta innflæði af „vesalingum“. Fólkið sem þarf virkilega á aðstoð að halda hrökklast burt og byrjar að einangra sig, vandamálið verður enn stærra fyrir vikið. Þetta erfiða tímabil gerði það að verkum að heilsa mín hrundi algjörlega.“
 
Þetta segir Hjördís Árnadóttir, sem var ein af áhrifavöldum í félagsþjónustu Reykjanesbæjar á árum áður eða allt þar til heilsa hennar gaf sig vegna kulnunar í starfi og hún varð að hætta störfum árið 2014. Við hittum Hjördísi að máli og báðum hana að rifja upp líf sitt og aðdraganda þess að hún varð að hætta störfum. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024