Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólbörutónleikar í kvöld
Fimmtudagur 31. ágúst 2017 kl. 09:16

Hjólbörutónleikar í kvöld

Hjólbörutónleikarnir verða haldnir í þriðja sinn í kvöld en þar mun gleðitríóið Elmar Þór Hauksson, Kjartan Már Kjartansson og Arnór B. Vilbergsson flytja óskalög tónleikagesta og hafa þeir úr hátt í 200 lögum að velja.

Tónleikarnir fara þannig fram að tónleikagestir kalla fram númer þess lags sem þeir óska eftir að verði flutt. Svo er bara að sjá hvaða lag verður fyrir laginu hverju sinni - og kalla nógu hátt.

Tónleikagestum bauðst að senda inn beiðni um óskalag fyrir tónleikana og verður dregið úr innsendum óskum í dag og lagið flutt í kvöld. Mátti velja hvaða lag sem er svo það verður fróðlegt að sjá útkomuna.

Tónleikarnir hefjast í Keflavíkurkirkju kl. 20:00 og standa einungis í klukkutíma. Húsið opnar 19:45 og er miðaverð einungis kr. 1.500.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjólbörutónleikarnir eru nú haldnir í þriðja sinn og hefur Keflavíkurkirkja ávallt verið troðfull.

Þeir félagar Arnór B. Vilbergsson, Kjartan Már Kjartansson og Elmar Þór Hauksson með hjólbörurnar góðu.