Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Mánudagur 5. mars 2001 kl. 03:05

Hjólbarði sprakk í flugtaki

Minnstu munaði að illa færi á Keflavíkurflugvelli á aðfaranótt sl. laugardags þegar annar hjólbarði á lítilli einkaþotu sprakk í flugtaki.
Þotan var komin á um 200 km hraða þegar hjólbarðinn sprakk af ókunnum orsökum en flugmaðurinn náði að stöðva þotuna á flugbrautinni. Átta manns, allt útlendingar, voru um borð og sakaði þá ekki. Þotan millilenti í Keflavík á leið sinni til Bandaríkjanna. Flugslysanefnd hefur málið til rannsóknar og er hjólabúnaður þotunnar til viðgerðar í flugskýli Flugleiða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024