Hjólagarpar í kóngareið
-safnað fyrir orgeli í Keflavíkurkirkju
Góður hópur vaskra hjólreiðamanna tók þátt í kóngareiðinni sem fram fór á dögunum þar sem safnað var áheitum fyrir orgelsjóð Keflavíkurkirkju.
Kvartettinn Kóngar stóð fyrir viðburðinum en stjórnandi þeirra er Arnór B. Vilbergsson organisti Keflavíkurkirkju. Arnór segir orgel Keflavíkurkirkju orðið slappt og það vanti aðeins herslumuninn svo hægt sé að hefja viðgerð á hljóðfærinu.
Við erum orðin langþreytt á orgelleysi í Keflvíkurkirkju og nú þurfum við öll að leggjast á eitt en það vantar aðeins fjórar milljónir uppá. Þessi kóngareið er liður í því að vekja athygli á söfnuninni og hjóla til góðs enda standa kóngar sína pligt.
Hjólað var í allar kirkjur á Suðurnesjum eða alls 113 km og tóku Kóngar lagið í hverri kirkju. Þeir sem treystu sér ekki á hjólin gátu fengið far með strætó og amerískur hertrukkur geymdi lúin hjól á milli kirkna.
Alls söfnuðust tæplega 300.000 í kóngareiðinni og geta þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta lagt inn á reikning 0121-15-350005 kt. 680169-5789.