Hjólaði á bíl við Keflavíkurhöfn
Drengur slasaðist þegar hann hjólaði á bifreið við Keflavíkurhöfn um miðjan dag í dag. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en áverkar drengsins voru minniháttar að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Drengurinn var með hjálm á höfði en aðeins aðra hönd á stýri þar sem hann hélt á gosdrykk í hinni hendinni þegar áreksturinn varð, samkvæmt því sem hjólafélagi drengsins greindi frá á vettvangi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins nú áðan. VF-myndir: Hilmar Bragi