Hjólað til góðs: Söfnuðu á þriðju milljón
Hjólagarparnir sem fóru hringinn í kringum landið til styrktar Langveikum börnum á dögunum, afhentu Umhyggju, regnhlífarsamtökum aðstandendra langveikra barna, afrakstur landssöfnunarinnar í dag. Nú hafa safnast yfir 2 milljónir króna en vert er að benda á að enn er hægt að leggja sit af mörkum inn á reikninginn. Númerið er 1109-05-411115, kt: 610269-3389.
Við það tilefni afhentu þrír aðilar, Sparisjóðurinn í Keflavík, Eldvarnarmiðstöðin og Hitaveita Suðurnesja, sín framlög í söfnunina. Sparisjóðurinn var fjárgæsluaðili söfnunarinnar og lagði auk þess til 1 milljón króna.
Við afhendinguna lýstu allir aðilar yfir ánægju sinni með hvernig til hafði tekist. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju tók við gjöfinni úr hendi Sigmundar Eyþórssonar, slökkvistjóra og forsvarsmanns hjólahópsins, og þakkaði öllum sem komið höfðu að söfnuninni fyrir hönd langveikra barna og aðstandenda þeirra.
VF-Mynd/Þorgils