Hjólað til góðs: Áfram tekið á móti framlögum
 Þó svo að hjólreiðakapparnir fræknu séu komnir í hús og hvíli lúin bein eftir hringferðina, sem reyndist vera svaðilför hin mesta á köflum, þá er ennþá tekið á móti framlögum í söfnunina til stuðnings langveikum börnum. Söfnunarféð verður afhent formlega á laugardaginn, 17. júní.
Þó svo að hjólreiðakapparnir fræknu séu komnir í hús og hvíli lúin bein eftir hringferðina, sem reyndist vera svaðilför hin mesta á köflum, þá er ennþá tekið á móti framlögum í söfnunina til stuðnings langveikum börnum. Söfnunarféð verður afhent formlega á laugardaginn, 17. júní.Það er sumsé enn hægt að leggja inn á bankareikning söfnunarátaksins og er reikningsnúmerið 1109-05-411115 og kennitalan 610269-3389.
Við greinum nánar frá heimkomu hjólareiðakappanna síðar í dag í máli og myndum hér á vf.is
Mynd: Hjólreiðakapparnir heimkomuna í gær, rennvotir og kaldir en afskaplega ánægðir.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				