Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjólabrettarampur settur upp
Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 09:30

Hjólabrettarampur settur upp

Á dögunum var gengið frá uppsetningu aðstöðu á skólalóðinni við Stóru-Vogaskóla í Vogum fyrir þá sem hafa gaman að spreyta sig á hjólabrettum. Börnin í grunnskólanum hafa lengi haft áhuga á að slíkri aðstöðu verði komið upp, enda fátt skemmtilegra en þegar birta tekur og hlýna að vera úti við og iðka þessa skemmtilegu íþrótt.
 
Nemendur í tveimur árgöngum tóku sig til á síðasta ári og skrifuðu bæjarstjóranum bréf, óskuðu eftir fundi með honum og komu þar á framfæri bón sinni um að hjólabrettaaðstöðu yrði komið upp. Erindið rataði síðan til bæjarráðs við umfjöllun um fjárhagsáætlun, og var að lokum samþykkt að ráðast í þessa framkvæmd. 
 
„Það er frábært að frumkvæði nemendanna skuli leiða til þess að svo jákvætt og uppbyggilegt verkefni hljóti brautargengi,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024