Hjólabrettaæðið heldur áfram í Reykjanesbæ
Nýir hjólabrettapallar voru settir upp í Innri-Njarðvík í gærkveldi fyrir neðan leikskólann Holt. Krakkarnir í Innri-Njarðvík sendu beiðni til Íþrótta-og tómstundarráðs um gerð slíkra palla og höfðu þau skrifað undir undirskriftarlista sem fylgdi með. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um formlega vígslu á hjólabrettapöllunum en uppsetningin var í samráði við krakkana þar. Kostnaður, með undirvinnu o.fl., var um tvær milljónir króna.