Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjartaþeginn hress og jafnvel útskrifaður af gjörgæslu í dag
Miðvikudagur 16. júní 2004 kl. 16:38

Hjartaþeginn hress og jafnvel útskrifaður af gjörgæslu í dag

Helgi Einar Harðarson, rúmlega þrítugur Grindvíkingur, sem gekkst undir hjartaígræðslu og nýrnaaðgerð aðfararnótt þriðjudags á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg, er hinn hressasti eftir aðgerðina að sögn bróður hans, Ármanns Harðarsonar. Aðgerðin stóð yfir í 10 klukkustundir en Helgi Einar vaknaði af svæfingu upp úr hádegi í gær, sem bróðir hans segir hreint ótrúlegt eftir slíka aðgerð.
Ármann segir að Helgi Einar fari jafnvel af gjörgæslu í dag, en ekki sé ljóst hvenær hann verður útskrifaður af sjúkrahúsinu. Morgunblaðið á Netinu greinir frá þessu í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024