Hjalti byggir leikskóla í Njarðvík
Þrjú tilboð bárust í byggingu nýs leikskóla við Vallarbraut í Reykjanesbæ. Bæjarráð hefur samþykkt að taka lægsta tilboðinu, sem kom frá Hjalta Guðmundssyni ehf. Það hljóðaði uppá rétt rúmar 65 millj. kr., eða 87,9% af kostnaðaráætlun.Sparri ehf. var með næst lægsta tilboðið, tæpar 67 millj. kr. Húsagerðin-Meistarahús bauð tæpar 72 millj. kr. eða 96,7% af kostnaðaráætlun, en kostnaðaráætlun hönnuða var rúmar 74 millj. kr.