Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjálmslausir á vespu á Reykjanesbraut
Miðvikudagur 26. júní 2019 kl. 12:07

Hjálmslausir á vespu á Reykjanesbraut

Lögreglunni barst í vikunnni tilkynning þess efnis að tveir drengir væru hjálmlausir á vespu á Reykjanesbraut og ækju í áttina til Keflavíkur. Þeir voru stöðvaðir og fluttir á lögreglustöð. Forráðamönnum þeirra var gert viðvart um ferðalagið. Vespuna sögðust þeir hafa fengið að láni á höfuðborgarsvæðinu.

Enn fremur reyndist ungur piltur sem ók bifhjóli ekki hafa til þess tilskilin réttindi. Einnig var hjólið óskráð og ótryggt. Forráðamönnum hans og barnaverndarnefnd var tilkynnt um atvikið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024