Hjálmslausir á vespu á Reykjanesbraut
Lögreglunni barst í vikunnni tilkynning þess efnis að tveir drengir væru hjálmlausir á vespu á Reykjanesbraut og ækju í áttina til Keflavíkur. Þeir voru stöðvaðir og fluttir á lögreglustöð. Forráðamönnum þeirra var gert viðvart um ferðalagið. Vespuna sögðust þeir hafa fengið að láni á höfuðborgarsvæðinu.
Enn fremur reyndist ungur piltur sem ók bifhjóli ekki hafa til þess tilskilin réttindi. Einnig var hjólið óskráð og ótryggt. Forráðamönnum hans og barnaverndarnefnd var tilkynnt um atvikið.