Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 13. desember 2001 kl. 23:43

Hjálmar og þingheimurinn gerður handfrjáls í umferðinni

Hjálmar Árnason alþingismaður tók við handfrjálsum búnaði fyrir farsíma í dag frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Slysavarnafélagið afhenti honum og raunar öllum þingheimi búnaðinn í dag til þess að þingmenn geti verið öðrum fyrirmynd og farið að lögum og reglum og stuðlað að fækkun slysa.Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í áranna rás unnið að forvörnum, þar sem mörgu hefur verið áorkað. Verkefnaskortur hrjáir ekki þann starfsvettvang þar sem þjóðfélagið er ávallt að taka breytingum og nýjar áherslur að verða.

Umferðin tekur stóran toll á hverju ári og oftar en ekki fólk á besta aldri.
Kostnaður við umferðarslysin er 18-20 milljarðar á ári hverju, fyrir utan allar þær þjáningar og örkuml sem þau valda. Félagið hefur komið að umferðarslysavörnum á margan hátt t.d. með því að starfrækja umferðaröryggisfulltrúa um allt land á sumrin, gera kannanir, vera með fræðslu, almennan áróður, ábendingar og hin ýmsu umferðarátök. Það að keyra bíl er fullt starf og þarfnast allrar athygli þess sem ekur bílnum.

Nýjar reglur tóku í gildi 1. nóvember síðastliðinn sem skilda alla til að nota handfrjálsan búnað þegar talað er í farsíma við akstur. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill stuðla að notkun þessa búnaðar með því að gefa öllum alþingismönnum hann. Þannig að geta þeir geti verið öðrum til fyrirmyndar, farið að lögum og reglum og stuðlað að fækkun slysa, en ófá slys hafa orðið þegar.

Frétt frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024