Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjálmar kynnir helstu verkefni á Suðurnesjum
Þriðjudagur 10. ágúst 2004 kl. 20:54

Hjálmar kynnir helstu verkefni á Suðurnesjum

Hjálmar Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, fékk góðan gest í dag þegar Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, stansaði stutt á Suðurnesjum. Þeir fóru saman yfir ýmis verkefni eða framkvæmdir sem eru í gangi eða fyrirhugaðar og sagði Hjálmar að svona fundir væru mikilvægir til að minna á aðkallandi verkefni á svæðinu.

„Það er öðruvísi að fara á staðinn og sjá hlutina sjálfur,“ sagði Hjálmar í samtali við Víkurfréttir í dag. „Þetta er líka eitt það skemmtilegasta við þingmannsstarfið að geta ferðast um landið og kynnt sér málefni annarra landshluta.“

Hjálmar fór vítt og breytt um Suðurnes og sýndi kollega sínum m.a. Duus-hús og uppbygginguna þar, nýju viðbygginguna við Fjölbrautaskólann og lá leið þeirra einnig um Garð og Sandgerði.

Á ferð sinni komu Hjálmar og Magnús við hjá Tómasi Knútssyni, kafara og forsvarsmanni „Bláa Hersins“, en hann kynnti fyrir þeim hið góða starf sem hefur verið unnið í hreinsun hafna á svæðinu.

Ferðin var eflaust mjög fróðleg og mun vonandi verða til þess að efla margvíslega framþróun á Suðurnesjum.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024