Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hjálmar hættur í pólitík
Sunnudagur 21. janúar 2007 kl. 19:14

Hjálmar hættur í pólitík

Hjálmar Árnason lenti í 3. sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi og hefur lýsti því yfir að hann drægi sig út úr stjórnmálum í kjölfarið. Hjálmar, sem hefur setið í 12 ár á þingi fyrir Framsókn og er þingflokksformaður, gaf kost á sér í fyrsta sætið líkt og varaformaðurinn Guðni, en hlaut ekki brautargengi. Bjarni Harðarson, bóksali og fjölmiðlamaður lenti í öðru sæti.

 

Hjálmar sagðist ekki myndu taka þriðja sætinu á framboðslistanum en lýsti yfir mikilli ánægju með liðstann og taldi þar vera saman kominn góðan hóp sem gæti gert góða hluti í kosningunum.

 

Baráttan um fyrsta sætið var ansi hörð á lokasprettinum en þeir félagar Hjálmar og Guðni tókust í hendur þegar úrslitin lágu fyrir.

 

Eygló Harðardóttir frá Vestmannaeyjum var í fjórða sæti, Elsa Ingjaldsdóttir var í því fimmta og Linda Harðardóttir í því sjötta.

 

Lokatölur voru svohljóðandi:

 

Guðni Ágústsson, 2.311 atkvæði í 1. sæti
Bjarni Harðarson, 1.534 atkvæði í 1.-2. sæti
Hjálmar Árnason, 1.421 atkvæði í 1.-3. sæti
Eygló Harðardóttir, 1.429 atkvæði í 1.-4. sæti
Elsa Ingjaldsdóttir, 1.661 atkvæði í 1.-5. sæti
Lilja Hrund Harðardóttir, 1.854 atkvæði í 1.-6. sæti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024