Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hjálmar Árnason: Sleginn yfir skyndiákvörðun
Miðvikudagur 15. mars 2006 kl. 22:11

Hjálmar Árnason: Sleginn yfir skyndiákvörðun

Hjálmar Árnason, þingmaður Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Víkurfréttir í kvöld að hann væri uggandi yfir fréttum dagsins um samdrátt Varnarliðsins.

„Ég er sleginnn af þessari skyndiákvörðun. Ég talaði hins vegar við forsætisráðherra í dag og hann sagði mér að ríkisstjórnin muni gera allt sem hægt er til að milda áhrif þessarar ákvörðunar. Það verður að sjálfsögðu gert í samstarfi við sveitarstjórnir.“

Hjálmar vildi þó ekki festast í svartsýninni þar sem hann sæi ný tækifæri á sjóndeildarhringnum. „Ég hef áður minnst á þá skoðun mína að mér finnst að færa ætti alla starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja auk þess sem mikil tækifæri eru í flugvirkjun í sambandi við alþjóðaflugvöllinn. Það sem skiptir samt mestu máli í þessu er að Suðurnesjamenn standi saman og líti fram á veginn,“ sagði Hjálmar, sem er annars á mjög góðum batavegi á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024