Hjálmar Árnason: forsendur til að fella verðtryggingu niður
Hjálmar Árnason alþingismaður segir í grein á heimasíðu sinni að nú séu forsendur til þess að fella verðtryggingu lána niður hér á landi. Segir Hjálmar að fullar forsendur til niðurfellingar verðtryggingar hafi skapast með aukinni samkeppni á íslenskum húsnæðislánamarkaði. „Það er fyrirbrigði sem komið var á hérlendis í nauðvörn gegn óðaverðbólgu. Hún hefur nú verið kveðin niður og er eðlilegt og réttlátt að láta fylgifisk hennar, verðbætur, einnig líða undir lok. Þjóðin á það inni,“ skrifar Hjálmar á heimasíðu sinni.
Í greininni spyr Hjálmar hvort þjóðin sé svo njörvuð niður í helsi verðbólguhugsunar að í stað þess að spara eða greiða niður skuldir þá sé boginn spenntur enn hærra. Yfirskrift greinarinnar er „Náum áttum í fjármálum“ og þar líkir Hjálmar fjármálamarkaðnum í dag við kraumandi suðupott í kjölfar samkeppni bankanna um íbúðalán. Segir Hjálmar að margir hafi tekið möguleikum lífeyrissparnaðar og fjárfestingum í hlutabréfum opnum örmum. Þrátt fyrir það séu timburmenn verðbólgutímans enn að hrjá þjóðina. „Líklega er það eitt brýnasta verkefni samfélagsin að finna lækningu við þeim kvilla. Sú lækning gæti falið í sér enn betri efnahag íslenskrar þjóðar. Skrefið, sem tekið var með breytingum á fjármögnun Íbúðalánasjóðs hefur getið af sér jákvæðari breytingar en nokkurn óraði fyrir. Næstu misserin munu ráða miklu um hvernig við spilum úr þeim möguleikum sem sannarlega eru til staðar,“ skrifar Hjálmar m.a. í grein á vefsíðu sinni.
Heimasíða Hjálmars Árnasonar.
Í greininni spyr Hjálmar hvort þjóðin sé svo njörvuð niður í helsi verðbólguhugsunar að í stað þess að spara eða greiða niður skuldir þá sé boginn spenntur enn hærra. Yfirskrift greinarinnar er „Náum áttum í fjármálum“ og þar líkir Hjálmar fjármálamarkaðnum í dag við kraumandi suðupott í kjölfar samkeppni bankanna um íbúðalán. Segir Hjálmar að margir hafi tekið möguleikum lífeyrissparnaðar og fjárfestingum í hlutabréfum opnum örmum. Þrátt fyrir það séu timburmenn verðbólgutímans enn að hrjá þjóðina. „Líklega er það eitt brýnasta verkefni samfélagsin að finna lækningu við þeim kvilla. Sú lækning gæti falið í sér enn betri efnahag íslenskrar þjóðar. Skrefið, sem tekið var með breytingum á fjármögnun Íbúðalánasjóðs hefur getið af sér jákvæðari breytingar en nokkurn óraði fyrir. Næstu misserin munu ráða miklu um hvernig við spilum úr þeim möguleikum sem sannarlega eru til staðar,“ skrifar Hjálmar m.a. í grein á vefsíðu sinni.
Heimasíða Hjálmars Árnasonar.