Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. maí 2003 kl. 11:56

Hjálmanotkun hjá börnum ábótavant

Dagana 28. og 29. apríl gerðu lögreglumenn á Suðurnesjum könnun á notkun reðhjólahjálma við þrjá skóla, Sandgerðisskóla, Holtaskóla og Njarðvíkurskóla. Í þessari könnun kom í ljós að 10 börn komu á reiðhjólum í Sandgerðisskóla og voru aðeins 3 með hjálm. 21 barn kom á reiðhjóli í Holtaskóla og voru aðeins 4 þeirra með hjálm. 6 aðilar mættu á reiðhjóli í Njarðvíkurskóla og þar af 1 kennari og 5 nemendur. Kennarinn var með hjálm ásamt einum nemanda.Ljóst er að hjálmanotkun er ekki nægilega mikil en samkvæmt ofangreindri könnun voru innan við 25% þeirra sem komu á reiðhjólum í skólann með hjálm sem er alls ekki nógu gott.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024