Hitinn fer í 21 gráðu síðdegis
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að hitinn á Keflavíkurflugvelli fari í 21 gráðu nú síðdegis. Hitastig dagsins verður nærri 20 gráðum í allan dag. Það er því ástæða til að njóta góða veðursins á Suðurnesjum í dag.
Í Sandgerði verða útitónleikar á tjaldstæðinu sem hefjast kl. 18 og í Keflavík verður stórleikur í fótboltanum sem hefst kl. 19:15. Þegar þessir viðburðir hefjast er gert ráð fyrir allt að 20 stiga hita.