Hiti yfir frostmarki í dag

Vestlæg átt, 8-15 m/s og él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Lægir síðdegis og léttir heldur til norðan- og vestantil. Hiti í kringum frostmark. Vaxandi austlæg átt í kvöld, víða 10-18 í nótt og snjókoma eða slydda, en rigning við suðurströndina. Snýst í suðvestan og sunnan 8-15 með skúrum eða slydduéljum í fyrramálið, fyrst sunnantil. Hlýnar í veðri.