Hiti yfir frostmarki
Það verða sunnan 3-8 m/s og skýjað með köflum við Faxaflóann í dag. Suðvestan 8-13 í nótt og dálítil rigning eða súld, en rofar til seint á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag (skírdagur):
Norðan hvassviðri og jafnvel stormur og snjókoma norðanlands, en skýjað og yfirleitt þurrt sunnantil á landinu. Lægir um kvöldið. Frostlaust með suður- og austurströndinni en annars 0 til 6 stiga frost.
Á föstudag (föstudagurinn langi):
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s og él norðaustantil, en annars léttskýjað eða skýjað með köflum. Frostlaust með suður- og vesturströndinni en annars 0 til 6 stiga frost.
Á laugardag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda um vestanvert landið en annars úrkomulítið. Frostlaust sunnan- og vestanlands, en annars vægt frost.
Á sunnudag (páskadagur):
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Dálítil él norðantil en annars skýjað með köflum. Frostlaust sunnan- og vestanlands en annars vægt frost.
Á mánudag (annar í páskum):
Hæg austan átt og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.