Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hiti í kringum frostmark í dag
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 08:56

Hiti í kringum frostmark í dag

Klukkan 6 var norðvestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á Austurlandi. Á Suðurlandi var léttskýjað en annars skúrir eða él á stöku stað. Hiti var 0 til 4 stig á láglendi, hlýjast suðaustanlands.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan 3-8 fram eftir degi og lítils háttar él við ströndina en N og NA 5-10 í nótt og á morgun og bjartviðri. Hiti í kringum frostmark í dag en 2ja til 8 stiga frost á morgun, kaldast í innsveitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024