Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hiti í kringum frostmark
Þriðjudagur 12. desember 2006 kl. 08:36

Hiti í kringum frostmark

Klukkan 6 var norðaustlæg átt á landinu, 10-13 norðantil og él, en hægari sunnantil og léttskýjað að mestu. Hiti frá 2 stigum niður í 7 stiga frost, kaldast á Hjarðarlandi.

 

Yfirlit
Um 400 km austur af landinu er 960 mb lægð, sem hreyfist norðaustur og grynnist smám saman, en dálítið lægðardrag er skammt suður af landinu.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Norðaustlæg og síðar austlæg átt víða 8-13 m/s. Él norðantil fram að hádegi, en síðan að mestu þurrt. Þykknar upp sunnantil, slydda eða snjókoma með köflum síðdegis. Heldur hvassara norðantil eftir hádegi á morgun og fer að snjóa. Frost víða 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark við suðurströndina.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustlæg átt víða 8-13 m/s. Skýjað með köflum, en slydda eða snjókoma með köflum í nótt og á morgun. Hiti kringum frostmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024