Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hiti getur náð allt að 17 stigum við Faxaflóa
Laugardagur 28. apríl 2007 kl. 11:49

Hiti getur náð allt að 17 stigum við Faxaflóa

Í morgun kl. 09 var sunnan og suðaustanátt, víða 10-15 m/s við suðvesturströndina, en 29 m/s í Grundarfirði og Ólafsvík. Annars voru sunnan 5-10 m/s. Skýjað með köflum sunnan- og vestanlands, en léttskýjað á Austurlandi. Hiti var 7 til 14 stig, hlýjast á nokkrum stöðvum á Norðausturlandi.

Yfirlit
Um 600 km vestur af Reykjanesi er hægfara 1000 mb lægð, en önnur álíka lægð langt suðvestur í hafi hreyfist norður. Milli Íslands og Noregs er víðáttumikil 1034 mb hæð.
 
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Sunnan og suðaustanátt, víða 5-8 m/s en 10-15 við suðvestur- og vesturströndina. Léttskýjað eða bjartviðri norðan- og austanlands. Skýjað með köflum og þurrt að mestu sunnan og vestanlands en dálítil súld eða rigning síðdegis á morgun. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig, en allt að 20 stigum á Norður- og Austurlandi.

Veðurhorfur við Faxaflóa til kl. 18 á morgun
Suðaustan 8-15 m/s og skýjað með köflum, hvassast vestast. Hægari á morgun og súld eða rigning síðdegis. Hiti 11 til 17 stig að degium.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024