Hiti breytist lítið
Veðurspá fyrir Faxaflóa: Norðan og norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en hægviðri á morgun. Hiti 8 til 14 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:
Norðan 8-13 m/s við austurströndina, annars hægari norðlæg eða breytileg átt. Skýjað og rigning eða súld austantil, en þurrt og víða bjart veður vestantil. Hiti 5 til 12 stig.
Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og dálítil væta á víð og dreif. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg átt og skúrir um nær allt land. Hiti 8 til 14 stig.
Af www.vedur.is