Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hiti 5 til 9 stig yfir hádaginn, en við frostmark í nótt
Miðvikudagur 7. september 2005 kl. 08:14

Hiti 5 til 9 stig yfir hádaginn, en við frostmark í nótt

Í morgun kl. 6 var norðlæg átt á landinu, 5-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Rigning eða slydda norðaustanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti yfirleitt 0 til 6 stig, hlýjast á Ströndum.

Yfirlit: Skammt suðaustur af Færeyjum er 992 mb lægð sem þokast NA. Yfir Grænlandi er 1018 mb hæð, og vaxandi hæðarhryggur er yfir sunnanverðu Grænlandshafi.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðan 5-10 m/s. Léttskýjað sunnan- og vestantil. Skúrir eða slydduél um landið norðaustanvert fram yfir hádegi, en síðan þurrt að mestu. Norðvestlæg átt 3-8 m/s í nótt og á morgun og víða léttskýjað, en þykknar heldur upp vestantil seint á morgun. Hiti 2 til 9 stig yfir daginn, en víða næturfrost.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan og síðar norðvestan 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti 5 til 9 stig yfir hádaginn, en við frostmark í nótt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024