Hiti 14 til 20 stig, stöku síðdegisskúrir
Veðurspá fyrir Faxaflóa. Hæg suðlæg eða breytileg átt, skýjað í fyrstu og léttskýjað nálægt hádegi, en líkur á stöku síðdegisskúrum. Norðaustan 3-8 m/s í nótt og sums staðar þokubakkar, en hægari vindur og bjart veður á morgun. Hiti 14 til 20 stig, en 8 til 12 í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á sunnudag, mánudag, þriðjudag og miðvikudag:
Hægviðri eða hafgola. Yfirleitt skýjað við norður- og austurströndina og sums staðar þoka, en annars bjartviðri. Hiti 8 til 20 stig, svalast í þokunni en hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.
Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg átt, 3-8 m/s, skýjað að mestu og sums staðar skúrir, einkum austantil. Hiti 8 til 16 stig.
Af www.vedur.is