Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hitaveiturör féll á mann
Föstudagur 21. september 2012 kl. 13:21

Hitaveiturör féll á mann

Hitaveiturör féll á mann í fyrradag með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði. Slysið varð í Svartsengi þar sem verið var að hífa rörið á vagn með hjólaskóflu.

Reipi voru bundið í báða enda þess og því lyft með þeim hætti. Tveir menn voru síðan við sitt hvorn enda þess til að stjórna ferðinni. Annað reipið slitnaði  og rörið, sem er um tvö tonn að þyngd og sextán metra langt, lenti á öðrum manninum og braut upphandlegg hans. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Báðir mennirnir voru með öryggishjálm og í öryggisskóm.