Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 25. júlí 2001 kl. 19:02

Hitaveituhlutabréf í skolp og gangstéttir?

Finnbogi Björnsson og félagar hans í H-listanum í Garði hafa lagt til að hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja verði seld og notuð til umhverfis- og öryggismála í Garði. Tillaga þess efnis var lögð fram á síðasta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps:Tillaga frá H-lista, lista Sjálfstæðismanna og annara frjálslyndra.
“Umhverfis- og öryggismál í Garðinum verður að taka föstum tökum. Einn þáttur þess er að vera vakandi yfir nauðsyn þess að leggja gangstéttir við götur, en vöntun þeirra skapar stórhættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Vöntun gangstétta dregur einnig niður ásýnd og útlit byggðarlagsins og er nauðsynlegt að bæta þar úr. Lagt er því til að nú þegar verði unnin ítarleg áætlun um heildarkostnað við lagningu gangstétta í Garðinum. Ljóst er að ekkert  fjármagn er til staðar til þessara framkvæmda fyrr en Gerðahreppur hefur fengið úthlutað hlutabréfum sínum í Hitaveitu Suðurnesja og þau hafa verið seld eða þeim ráðstafað á annan hátt svo sem yfirlýstur vilji hreppsyfirvalda stendur til. Þegar þar að kemur þarf nefnd áætlun að vera til staðar sem og áætlun um nýjar lagnir holræsa við ströndina sem samþykkt var að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar á síðasta hreppsnefndarfundi. Bæði þessi verkefni eru nú þau brýnustu í umhverfismálum Garðsins.”
Tillagan felld með 4 atkvæðum gegn 2, einn sat hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024