Hitaveitugullið talið tryggt í bönkum
Það fé sem sveitarfélögin á Suðurnesjum fengu við sölu á hlutum í þeirra í Hitaveitu Suðurnesja er talið tryggt í bönkum. Um þetta eru bæjarstjórar sveitarfélaganna sammála enda hafi forsætis- og iðnaðarráðherra ítrekað lýst því yfir að innistæður í íslenskum bönkum eigi að vera tryggðar.
Sveitarfélögin Garður, Sandgerði, Vogar og Grindavík fengu öll umtalsverða fjármuni eftir sölu á hlutum þeirra í HS. Grindavík fékk 4,5 milljarða fyrir sinn hlut, Sandgerði 2,8 milljarða, Garður 2,4 milljarða og Vogar 1,4 milljarða. Meginþorri söluandvirðisins var sett í vörslu Sparisjóðsins í Keflavík.
Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun